Arctic Hydro sérhæfir sig í þróun virkjanakosta á Íslandi fyrir raforkuframleiðslu og starfar félagið einungis á sviði endurnýtanlegra orkugjafa í því sambandi. Upphaflega var félagið stofnað í kringum möguleg tækifæri á sviði vatnsaflsvirkjana en undanfarið hefur félagið jafnframt litið til og unnið að virkjunarkostum á sviði vindafls.
Félagið leitar uppi og stendur að frumhönnun, frekari útfærslum og framkvæmdum mögulegra virkjanakosta, hvort heldur sem slíkir kostir hafa áður komið til skoðunar af hálfu annarra, til að mynda Orkustofnunar, eða þá að félagið þróar áður óþekkta virkjanakosti frá grunni. Þannig nær starfsemi félagsins til allra þátta virkjunar, allt frá upphafi hugmyndar um mögulega virkjun til og með reksturs viðkomandi virkjunar.
Markmið félagsins eru langtímamarkmið og fela í sér að skapa raunveruleg verðmæti til lengri tíma litið fyrir alla hlutaðeigandi aðila. Félagið ætlar sér að vera leiðandi einkaaðili á sviði raforkuframleiðslu á Íslandi enda eru gífurleg tækifæri til staðar á Íslandi fyrir félag eins og Arctic Hydro með tilheyrandi tækifærum og möguleikum fyrir eigendur orkuauðlinda.